Home Fréttir Í fréttum Um­deild­ur skúr á Nes­inu rif­inn

Um­deild­ur skúr á Nes­inu rif­inn

258
0
Skara­skúr lagður að velli fyr­ir fram­an Sund­laug Seltjarn­ar­ness. Mynd: mbl.is/​​Hari

Ríf­lega 30 ára versl­un­ar­sögu á bletti fyr­ir fram­an Sund­laug Seltjarn­ar­ness lauk fyr­ir páska þegar bæj­ar­yf­ir­völd létu fjar­lægja sölu­skála sem þar stóð.

<>

Skál­inn hafði staðið auður um nokk­urt skeið en síðast var hann nýtt­ur sem kosn­inga­miðstöð Viðreisn­ar fyr­ir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar í fyrra.

Þar áður var versl­un­in Systra­sam­lagið rek­in þar við mikl­ar vin­sæld­ir bæj­ar­búa og annarra sem sækja sund­laug­ina og lík­ams­rækt­ar­stöðina.

Sú versl­un hrakt­ist þaðan vegna þess að ekki reynd­ist unnt að tryggja framtíðarleigu­samn­ing á hús­inu.

Ástæðan var sú að bæj­ar­yf­ir­völd áformuðu að nýta svæðið und­ir bíla­stæði, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um þenn­an merka skúr í máli og mynd­um í Morg­un­blaðinu í dag.

Sund­laug Seltjarn­ar­ness var vígð í sept­em­ber 1984. Ekki leið á löngu áður en reist­ur var sölut­urn í jaðri lóðar sund­laug­ar­inn­ar. Þá sem nú þótti mörg­um óhugs­andi annað en að pylsa eða önn­ur hress­ing fylgdi í kjöl­far góðrar sund­ferðar.

Sjoppa þessi naut frá upp­hafi mik­illa vin­sælda bæj­ar­búa. Hún fékk nafnið Nest­urn­inn en var í dag­legu tali yf­ir­leitt nefnd í höfuð þess sem opnaði hana, Skara­skúr eða ein­fald­lega Skari.

Í Skara­skúr var í upp­hafi hægt að kaupa Sincla­ir Spectr­um-tölvu­leiki sem nutu mik­illa vin­sælda. Vert­inn tók líka í sína þjón­ustu nýtt undra­tæki á markaðinum, ör­bylgju­ofn­inn. Í hon­um voru mat­reidd­ar heima­gerðar sam­lok­ur með leyn­isósu.

Svindlsam­lok­ur í sam­loku­brauði á 25 krón­ur og Blöff­borg­ar­ar í ham­borg­ara­brauði á 30 krón­ur. Þá voru gam­aldags ís­lensk­ir kleinu­hring­ir, GB-kleinu­hring­ir nán­ar til­tekið, hitaðir í ör­bylgj­unni og seld­ir á tíkall.

Heimild: Mbl.is