Home Fréttir Í fréttum Breikk­un bíður enn um sinn

Breikk­un bíður enn um sinn

192
0
Reykja­nes­braut­in. Veg­arkafl­inn sem á að tvö­falda ligg­ur fram hjá Áslands­hverf­inu í Hafnar­f­irði. Tvö­föld­un þessa veg­arkafla verður flókið verk og vanda­samt að mati Vega­gerðar­inn­ar. Veg­far­end­ur þurfa að sýna mikla til­lits­semi. Ljós­mynd/​Verk­fræðistof­an Efla.

Á þess­ari stundu ligg­ur ekki ljóst fyr­ir hvenær fram­kvæmd­ir geta haf­ist við langþráða breikk­un Reykja­nes­braut­ar í Hafnar­f­irði, milli Kaldár­sels­veg­ar og Krýsu­vík­ur­veg­ar.
Hafn­f­irðing­ar hafa þrýst mjög á úr­bæt­ur í sam­göngu­mál­um í bæn­um und­an­far­in ár.

<>

Um­ferð í gegn­um bæ­inn hef­ur stór­auk­ist, ekki síst vegna fjölg­un­ar ferðamanna sem aka þar um á leið frá og til Kefla­vík­ur­flug­vall­ar.

Þar sem Reykja­nes­braut­in er þjóðveg­ur ber rík­inu að fjár­magna fram­kvæmd­ina.

Til­boð í fyrr­greint verk voru opnuð fyr­ir rúm­um mánuði og var sam­eig­in­legt til­boð Ell­erts Skúla­son­ar ehf., Borg­ar­virk­is ehf. og GT verk­taka ehf. lægst, eða rúm­ar 1.864 millj­ón­ir króna.

Við yf­ir­ferð gagna frá lægst­bjóðend­um kom í ljós að verkreynsla bjóðenda full­nægði ekki kröfu sem áskil­in er í grein 1.8 í útboðslýs­ingu.

Á grund­velli þessa ákvæðis hafnaði Vega­gerðin til­boðinu.

Í um­fjöll­un um fram­kvæmd­ir þess­ar í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir, að vænt­an­lega verði gengið til samn­inga við það fyr­ir­tæki sem átti næst­lægsta til­boðið.

Það var Ístak hf., sem bauð rúm­ar 2.106 millj­ón­ir króna í verkið. Áætlaður verk­taka­kostnaður Vega­gerðar­inn­ar var 2.050 millj­ón­ir króna.

Heimild: Mbl.is