Home Fréttir Í fréttum Fram­boð án for­dæma

Fram­boð án for­dæma

464
0
Hverf­is­gata 85-93. Íbúðir í hús­inu eru komn­ar í al­menna sölu. Tölvu­teikn­ing/​Onno

Fast­eignaþró­un­ar­fé­lagið Rauðsvík hef­ur sett 70 nýj­ar íbúðir á sölu við Hverf­is­götu í Reykja­vík.

<>

Síðar á ár­inu hyggst fé­lagið hefja sölu nýrra íbúða í öðrum hús­um við göt­una. Íbúðirn­ar sem eru að koma í sölu eru á Hverf­is­götu 85-93.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Sturla Geirs­son, fram­kvæmda­stjóri Rauðsvík­ur, meðal­verðið um 708 þúsund krón­ur á fer­metra.

Verðið sé fyr­ir breiðan hóp kaup­enda sem vilji búa miðsvæðis. Sam­an­lagt sölu­verðmæti íbúðanna er á fjórða millj­arð króna.

Með þess­ari viðbót á markaðinn eru nú hundruð nýrra íbúða í miðborg­inni til sölu. Þar af eru 12 íbúðir seld­ar af 38 á Hverf­is­götu 94-96 og 35 íbúðir af 63 á Frakka­stígs­reit, sem einnig snýr að Hverf­is­götu.

Hefja söl­una í maí
Þá hyggst Þingvang­ur hefja sölu á 72 íbúðum á syðri hluta Brynjureits við Hverf­is­götu í maí.

Sam­an­lagt eru um 240 íbúðir á þess­um fjór­um reit­um og hef­ur um fimmta hver þeirra verið seld. Að auki eru enn óseld­ar 37 íbúðir af 94 í Bríet­ar­túni 9-11, aust­an Hverf­is­götu, og við Lækj­ar­torg var hægt á sölu nýrra íbúða á Hafn­ar­torgi. Þar verða alls um 70 lúxus­í­búðir.

Sé þess­um tveim­ur reit­um bætt við eru því vel yfir 300 nýj­ar íbúðir til sölu í miðborg­inni. Það eru t.d. fleiri íbúðir en í öllu Skugga­hverf­inu sem byggt var á hálf­um öðrum ára­tug.
Til viðbót­ar þess­um reit­um koma um 70 íbúðir við Hörpu­hót­elið.

Heimild: Mbl.is