Home Fréttir Útboð 23.06.2015 Sementsfestun á Vestursvæði 2015

23.06.2015 Sementsfestun á Vestursvæði 2015

190
0

Vegagerðin óskar eftir tilboðum i festun með sementi ásamt lögn á tvöfaldri klæðingu á vegi á Vestursvæði.  Um er að ræða þrjá vegarkafla; einn á Hringvegi (1), Gljúfurá – Kolás, einn á Snæfellsnesvegi (54), Búland – Grundarfjörður og einn á Innstrandavegi (68) í Bitrufirði. Samtals 8,52 km.

<>

Helstu  magntölur:

Festun með sementi                  56.681   m2

Tvöföld klæðing                           59.740   m2

Efra burðarlag, afrétting                 155   m3

Flutningur á sementi                    1.284   tonn

Flutningur steinefna                     1.613   m3

Flutningur bindiefna                         198   tonn

Verkinu skal að fullu lokið 1. september 2015.

Útboðsgögn verða seld á geisladiskum hjá Vegagerðinni Borgarbraut 66 í Borgarnesi og Borgartúni 7 í Reykjavík (móttaka) frá og með mánudeginum 8. júní 2015. Verð útboðsgagna er 2.000 kr.

Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 23. júní 2015 og verða þau opnuð þar kl 14:15 þann dag.