Home Fréttir Í fréttum Endurnýjun á hellusteypuvél hjá BM Vallá

Endurnýjun á hellusteypuvél hjá BM Vallá

222
0
BM Vallá

Verkís hefur í áratugi þjónustað BM Vallá með stýrikerfi fyrir steypustöðvar þeirra og framleiðsluverksmiðjur. Aðallega hefur verið um að ræða endurnýjun á stýringum fyrir eldri búnað og þeim gert kleift að þróa framleiðslu sína áfram án þess að fara í dýrar endurnýjanir á vélbúnaði og aflfæðingum.

<>

Í vetur fór BM Vallá í endurnýjun á hellusteypuvél og stöflunarróbóta í steinaverksmiðju fyrirtækisins á Bíldshöfðanum. Þetta hafði í för með sér mikið rask í steinaverksmiðjunni og afar áríðandi að undirbúa alla framkvæmdina sem best til að stytta þann tíma sem verksmiðjan var ekki í rekstri, enda vorið skammt undan og framleiðsla i fullum gangi.
Verkís hafði áður gert stýrikerfi fyrir steypustöð, sem tilheyrir steinaverksmiðjunni og fyrir færslukerfi, sem flytur steina frá hellusteypuvélinni og inn í hersluklefa og síðan frá hersluklefanum og að stöflunarróbóta. BM Vallá fór fram á það við Verkís að vera þeim innan handar við rafmagnsfæðingu og stýringar, sem ekki kæmu beint með nýja búnaðinum.
Verkefnið fólst aðallega í eftirfarandi verkþáttum:

Hönnun á nýrri rafmagns- og stjórntöflu fyrir færslukerfið

Forritun stýrivéla vegna nýrra færibanda í færslukerfi

Aðlögun eldri forrita að nýjum stjórnskáp

Aðlögun steypustöðvar að nýjum færiböndum og hellusteypuvél

Heimild: Verkís