Home Fréttir Í fréttum Sjúkra­hót­el af­hent á næstu vik­um

Sjúkra­hót­el af­hent á næstu vik­um

181
0
Upp­haf­lega stóð til að sjúkra­hót­elið yrði af­hent vorið 2017. Mynd: mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Fram­kvæmda­stjóri Nýs land­spít­ala ohf. (NLSH), Gunn­ar Svavars­son, seg­ist vona að hægt verði að af­henda heil­brigðisráðuneyt­inu nýtt sjúkra­hót­el nú í janú­ar, en fé­lagið tók við verk­inu ókláruðu 30. nóv­em­ber af verk­tak­an­um Munck Íslandi ehf. vegna ágrein­ings.

<>

Fór NLSH fram á taf­ar­lausa af­hend­ingu þrátt fyr­ir að verkið stæði óklárað. Spurður hver staða verks­ins sé nú svar­ar Gunn­ar að staðan sé nokkuð góð og að vik­una eft­ir að NLSH tók við hús­inu var rýnt í stöðumat húss­ins og kort­lagt hvað væri eft­ir að fram­kvæma og í kjöl­farið var samið við und­ir­verk­taka um að klára verkið.

Hann tel­ur ekki langt í að húsið verði full­klárað. „Búnaður­inn er eig­in­lega all­ur kom­inn inn og það eru still­ing­ar á hús­stjórn­un­ar­kerf­inu í gangi og vant­ar líka smá­atriði varðandi sval­irn­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn og bæt­ir við að „allt sem var eft­ir í samn­ingn­um er á loka­stigi í þess­ari viku“.

Enn er mikið eft­ir af fram­kvæmd­um við bygg­ingu nýja spít­al­ans, en næst tek­ur við gatna­gerð og jarðvinna fyr­ir meðferðar­kjarn­ann sem er þriggja millj­arða króna fram­kvæmd.

Þá verður næsta stóra útboð upp­steyp­an á meðferðar­kjarn­an­um, en ekki er ljóst hvort það verður boðið út í heilu lagi eða með fleiri útboðum, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um sjúkra­hót­elið i Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is