Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnun útboðs: Reykjavegur (355), Biskupstungnabraut – Laugarvatnsvegur

Opnun útboðs: Reykjavegur (355), Biskupstungnabraut – Laugarvatnsvegur

673
0

Tilboð opnuð 8. janúar 2018. Breikkun og endurgerð Reykjavegar (355) í Bláskógarbyggð ásamt byggingu nýrrar 20 m langrar eftirspenntrar brúar yfir Fullsæl.

<>

Lengd kaflans auk tengivega er 8 km. Innifalið í verkinu er einnig efnisvinnsla í námum, ræsalögn, girðingarvinna og útlögn klæðingar.

Helstu magntölur í vegagerð eru:
•- Skeringar 145.000 m3
• Þar af bergskeringar 63.400 m3
•- Fyllingar 57.400 m3
•- Fláafleygar 21.000 m3
•- Lenging og endurlögn ræsa 443 m
•- Styrktarlag 40.300 m3
•- Burðarlag 24.600 m3
•- Tvöföld klæðing 68.000 m2

Helstu magntölur í brúargerð eru:
•- Steypustyrktarjárn 62.330 kg
•- Mótafletir 1.183 m2
•- Steypa 555 m3
•- Kaplar 12 x 16 mm 4.090 kg

Áfanga 1 í verkinu (3,5 km fullgerður vegur ) skal ljúka fyrir 1. september 2019. Verkinu skal vera að fullu lokið 1. september 2020.