Home Fréttir Í fréttum Kostnaður við Fiskiðjuna kominn í 600 milljónir

Kostnaður við Fiskiðjuna kominn í 600 milljónir

321
0
Fiskiðjan. Ljósmynd: TMS/Eyjar.net

Vestmannaeyjabær hefur staðið í miklum framkvæmdum undanfarin ár í og við svokallað Fiskiðjuhús. Kostnaður sveitarfélagsins er nú kominn í rétt rúmar 600 milljónir og ekki er allt búið enn, þar sem eftir á að klára innanhússframkvæmdir á þriðju hæð hússins.

<>

Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar segir í samtali við Eyjar.net að bókfærður kostnaður utanhússframkvæmda og aðgengis við Fiskiðjuna sé 326 milljónir.

Hann segir að kostnaður vegna fyrstu hæðar, þ.e. til að koma henni í leiguhæft ástand sé um 7,6 milljónir, en það varðar það sem Merlin Entertainment fór fram á að húseigandi myndi lagfæra, fyrir komu fyrirtækisins.

Þá segir Ólafur að áfallinn kostnaður vegna þriðju hæðar sé um 61 milljón. „Ekki er búið að fullhanna þriðju hæð og því ekki komin kostnaðaráætlun á verkið.” segir Ólafur.

Áður hafði Eyjar.net fjallað um að endanlegur kostnaður vegna innanhúsframkvæmdar á annari hæð Fiskiðjunnar hafi verið 210 milljónir. Til grundvallar þeirri framkvæmd lá leigusamningur við Þekkingarsetrið til 25 ára.

Fjórða hæð Fiskiðjunnar var seld og fékk Vestmannaeyjabær fyrir hana tæpar 43 milljónir. Þar er nú unnið að gerð íbúða.

Heimild: Eyjar.net