Home Fréttir Í fréttum Segir úrbætur á brúm ganga of hægt

Segir úrbætur á brúm ganga of hægt

125
0
Mynd: Akureyri vikublað

Alvarleg slys eða banaslys hafa orðið á fjórtán einbreiðum brúm frá aldamótum. Leiðsögumaður segir úrbætur ganga of hægt. Margar brýr séu stórhættulegar.

<>

Vegagerðin hyggst gera úttekt á brúm á þjóðvegum og stofnbrautum á landinu eftir banaslysið á brúnni yfir Núpsvötn. Brúin var byggð árið 1979 og vegrið á henni uppfyllir ekki þær kröfur sem eru gerðar til nýrra vegriða.

Frá aldamótum til ársins 2017 varð 81 slys eða óhapp á átján einbreiðum brúm hér á landi. Banaslys eða önnur alvarleg slys urðu á fjórtán þeirra á þessu tímabili.

Flest óhöppin urðu á brúnni yfir Núpsvötn. Friðrik Brekkan, leiðsögumaður til margra ára, segir að hraða þurfi úrbótum á brúm hér á landi þar sem þær séu slysagildrur og margir kunni ekki á þær.

Segist hann telja að ráðamenn átti sig ekki á vandanum. Hann geri sér grein fyrir því að það taki tíma að hanna nýjar tvíbreiðar brýr en bendir á þörfna sem sé til staðar, til dæmis á veginum á milli Gullfoss og Geysis þar sem einbreið brú hægi á uppferð dagleg.in

„Þetta er einhver meinloka sem þarf að laga,“ segir Friðrik.

Heimild: Visir.is