Home Fréttir Í fréttum Telur blekkingar viðhafðar varðandi veggjöldin

Telur blekkingar viðhafðar varðandi veggjöldin

138
0
Björn Leví segir 100 til 140 krónur í veggjald ekki duga til að standa undir fyrirhuguðum vegaframkvæmdum. Mynd: Visir.is

„Ég óska eftir rökstuðningi fyrir þessari fullyrðingu meirihluta að 100 – 140 króna gjald dugi til þess að standa undir 75,7 milljarða króna fjárfestingu,“ segir Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata.

<>

Hann telur augljóst misræmi milli þess sem sagt hefur verið um veggjöldin og innheimtu þeirra og svo þann kostnað sem þeim er ætlað að standa undir.

Björn Leví var að biðja um upplýsingar frá meirihluta samgöngunefndar um veggjöld og greinir frá því á Facebook-síðu sinni.

Hann telur brögð í tafli, blekkingar því veggjöld sem nema 100 til 140 krónum muni aldrei standa undir framkvæmdum sem settar eru á veggjaldaáætlunina og hljóða upp á 75,7 milljarða króna.

„Án nánari útskýringa þá tel ég þessa framsetningu vera blekkingu sem býr til falskar vonir hjá fólki til forsendna þessara framkvæmda.

Það er gríðarlega mikilvægt að það séu settar fram réttar tölur á þessu stigi málsins,“ segir þingmaðurinn.

Björn Leví bendir á að í skýrslu starfshóps komi fram að gjaldið þurfi að vera á bilinu 300 – 600 krónur að meðaltali til þess að standa undir framkvæmdunum.

Þar segir jafnframt hvaða framkvæmum sé reiknað með og kostnaði sem fari í þær framkvæmdir. Án Sundabrautar eru það 55,6 milljarðar.