Home Fréttir Í fréttum Guðlaug á Langasandi formlega opnuð almenningi

Guðlaug á Langasandi formlega opnuð almenningi

438
0
Mynd: Ístak.is

Þann 8. desember sl. var Guðlaug á Langasandi á Akranesi formlega tekin í notkun og opnuð almenningi.

<>

Ístak sá um smíði og uppsetningu á lauginni en hönnun var í höndum Basalt arkitekta og Mannvits verkfræðistofu.

Guðlaug er á þremur stöllum og staðsett í fjöruborðinu neðan við íþróttasvæði  bæjarins. Hún samanstendur af útsýnispalli efst, heitri laug fyrir neðan og svo grynnri vaðlaug neðst sem nýtir vatn úr yfirfalli heitu laugarinnar.

Útsýni er yfir Faxaflóa og til Reykjavíkur. Hæð mannvirkisins er um 6 m yfir meðal stórstreymis flóði og er gert ráð fyrir því að sjór geti flætt inn í vaðlaugina.

Samningur um byggingu Guðlaugar var undirritaður í ágúst 2017 og hófust framkvæmdir fljótlega upp úr því.

Byrjað var á að grafa í grjótgarðinn fyrir undirstöðum og þær steyptar mánuði síðar. Grjótgarðurinn var í kjölfarið settur aftur upp fyrir veturinn og hafist handa við að forsteypa einingar mannvirkisins í steypuskála Ístaks.

Framkvæmdir hófust á ný í júní síðastliðnum og lauk þeim á haustdögum.

Ístak óskar skagamönnum innilega til hamingju með þessa fallegu laug.

Heimild: Ístak.is