Home Fréttir Í fréttum Aldrei fleiri byggingarkranar

Aldrei fleiri byggingarkranar

164
0
Skjáskot af ruv.is
Byggingarkrönum fer hratt fjölgandi og eru þeir orðnir fleiri en árið 2007 þegar uppgangurinn á byggingarmarkaði var hvað mestur. Hátt í fjögur hundruð kranar eru nú skráðir hér á landi.

Vinnueftirlitið hefur á síðustu árum haldið utan um hina svokölluðu kranavísitölu sem mælir fjölda byggingarkrana á landinu. Vísitalan hefur þótt gefa vísbendingar um umsvif á byggingarmarkaði og jafnvel verið mælikvarði á þenslu í efnahagslífinu.

<>

384 kranar eru í notkun samkvæmt síðustu talningu og hafa aldrei verið fleiri. Fjöldinn hefur þrefaldast á undanförnum átta árum.

Guðmundur Kjerúlf aðstoðardeildarstjóri hjá Vinnueftirlitinu segist síðast hafa séð álíkar tölur á árunum fyrir hrun.

„Þeir voru flestir árið 2007 en eru orðnir tuttugu fleiri í ár,“ segir Guðmundur.

Heimild: Ruv.is