Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Garðabær semur við ÍAV um hönnun og byggingu fjölnota íþróttahúss

Garðabær semur við ÍAV um hönnun og byggingu fjölnota íþróttahúss

575
0
Mynd: Tillaga Íslenskir aðalv. hf.

Á fundi bæjarstjórn Garðabæjar þann 20.12.2018 var samþykkt að ganga til samninga við ÍAV um hönnun og byggingu fjölnota íþróttahúss

<>

Úr fundagerð þess fundar:

Bæjarstjórn samþykkir samning við Íslenska aðalverktaka hf. um byggingu nýs fjölnota íþróttahúss og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.

Um er að ræða samning um hönnun og byggingu fjölnota íþróttahúss sem rísa á í Vetrarmýri og er samningsfjárhæð kr. 4.157.441.579.

Gert er ráð fyrir að hönnunarvinna hefjist í janúar 2019 og eru verklok áætluð 15. apríl 2021.

Heimild: Garðabær.is