Framkvæmdasýsla ríkisins , f.h. Fjarðabyggðar, kynnir fyrirhugað almennt útboð á framkvæmdum við varnargarð og 16 varnarkeilur neðan Urðarbotns og Sniðgils í Neskaupstað.
Sú hlið garðsins og keilanna sem snýr móti fjalli verður byggð upp með netgrindum og styrktum jarðvegi.
Jarðefni til byggingar garðsins og keilanna verða fengin eru innan framkvæmdasvæðisins, bæði laus jarðefni og efni úr bergskeringum.
Verkkaupi mun leggja til netgrindur til uppbyggingar á brattri flóðhlið garðsins og keilanna.
Í verkinu felst einnig færsla á vatnslögn, mótun yfirborðs bergskeringa flóðmegin við garða, gerð vinnuvega, varanlegra slóða, gangstíga og áningarstaða, gerð drenskurða, stækka umfang lækjarfarvega og rása, lagning ræsa, jöfnun yfirborðs og frágangur.
Flatarmál raskaðs svæðis 60.000 m2
Rúmmál skeringa 190.000 m3
-Þar af er losun klappar 58.000 m3
Rúmmál fyllinga 145.000 m3
Þar af styrktarfyllingar 65.000 m3
Styrkingarkerfi 10.700 m2
Jöfnun og sáning 25.000 m2
Heildarrúmmál þvergarðsins er áætlað um 135.000 m3. Garðurinn er u.þ.b. 380m langur, þar af verða um 200 m í fullri hæð.
Virk hæð garðsins er 17 m en á sitthvorum hliðum garðsins er um 50-100m kafli þar sem garðurinn lækkar úr 17m hæð í 10-12m í sitthvorum endnunum.
Keilurnar eru 16 talsins og er uppbygging þeirra með sama hætti og þvergarðsins, þ.e. með jöfnunarlagi og styrkingarkerfi. Keilurnar standa í tveim röðum og eru 8m háar, 10-15m langar og 3m breiðar í toppinn. Heildarrúmmál keilanna er áætlað rúmlega 15.000 m3.
Reiknað er með því að verkið geti hafist á vormánuðum 2019 og verði unnið á þremur árum, 2019, 2020 og 2021.
Stefnt er að því að bjóða verkframkvæmdina út um mánaðarmótin janúar/febrúar 2019.
Heimild: Rikiskaup.is