Home Fréttir Í fréttum 49,6% hluta- og einkahlutafélaga eru 6 ára eða yngri þegar þau eru...

49,6% hluta- og einkahlutafélaga eru 6 ára eða yngri þegar þau eru úrskurðuð gjaldþrota

60
0

Hagstofa Íslands birtir nú í fyrsta skipti tölur um aldursdreifingu hluta- og einkahlutafélaga sem orðið hafa gjaldþrota frá árinu 1998. Af þeim gjaldþrotum sem orðið hafa frá árinu 1998 eru 49,6% þeirra 6 ára eða yngri og 34,3% eru 7-12 ára. Einungis 16% félaga voru 13 ára eða eldri þegar þau fóru í þrot.

<>

Ef aldur hluta- og einkahlutafélaga sem hafa verið tekin til gjaldþrotaskipta á árinu 2014 er skoðaður, þá sést að 9,1% félaga eru 1-3 ára, 23,7% eru 4-6 ára og 30,6% eru 7-9 ára gömul. Þessi tafla yfir aldursdreifingu verður uppfærð árlega.

 

Gjaldþrot einkahlutafélaga síðustu 12 mánuði, frá maí 2014 til apríl 2015, hafa dregist saman um 20% samanborið við 12 mánuði þar á undan. Alls voru 769 félög tekin til gjaldþrotaskipta á tímabilinu. Gjaldþrotum í flokknum Fjármála- og vátryggingastarfsemi hefur fækkað mest, eða um 22% á síðustu 12 mánuðum.

Nýskráningum einkahlutafélaga síðustu 12 mánuði, frá maí 2014 til apríl 2015, hefur fjölgað um 8% samanborið við 12 mánuði þar á undan. Alls voru 2.107 ný félög skráð á tímabilinu. Mest er fjölgun nýskráninga í flokknum Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi, 44% á síðustu 12 mánuðum.

Nýskráningar og gjaldþrot
Apríl Maí – Apríl
2015 2014 % 2014-2015 2013-2014 %
Nýskráningar ehf og hf.
Alls 185 180 3 2.107 1.956 8
A Landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar 13 7 86 98 86 14
C Framleiðsla 10 7 43 83 82 1
F Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð  20 14 43 248 184 35
G Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum 22 23 -4 279 276 1
H Flutningar og geymsla 3 5 -40 44 43 2
I Rekstur gististaða og veitingarekstur 13 11 18 140 118 19
J Upplýsingar og fjarskipti 17 19 -11 174 170 2
K Fjármála- og vátryggingastarfsemi 16 36 -56 312 312 0
L Fasteignaviðskipti 33 9 267 248 256 -3
M Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi 21 21 0 212 147 44
N Leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta 6 16 -63 140 157 -11
Gjaldþrot
Alls 66 83 -20 769 881 -13
A Landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar 3 23 28 -18
C Framleiðsla 5 5 0 53 57 -7
F Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð  11 11 0 145 167 -13
G Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum 14 15 -7 140 166 -16
H Flutningar og geymsla 3 2 50 22 28 -21
I Rekstur gististaða og veitingarekstur 5 7 -29 64 61 5
J Upplýsingar og fjarskipti 1 4 -75 35 40 -13
K Fjármála- og vátryggingastarfsemi 3 8 -63 51 65 -22
L Fasteignaviðskipti 14 12 17 96 116 -17
M Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi 5 8 -38 68 66 3
N Leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta 1 2 -50 33 32 3

Heimild:  Hagstofan.is