Home Fréttir Í fréttum Ísafjarðarbær: 2.644 milljónir í framkvæmdir

Ísafjarðarbær: 2.644 milljónir í framkvæmdir

247
0

Ísafjarðparbær mun ráðast í framkvæmdir fyrir samtals 2.644 milljónir króna á árunum 2019 – 2022.

<>

Fyrsta árið verða framkvæmdir 574 milljónir og síðan 690 milljónir króna á ári næstu þrjú ár þar á eftir.

Langstærsta verkefni er boltahús á Torfnesi en það mun kosta 540 milljónir króna.

Næst fjárfrekasta framkvæmdin eru hafnarframkvæmdir á Sundabakka 377,5 milljónir króna. Þá kemur nýtt húsnæði fyrir Byggðasafn Vestfjarða 260 milljónir króna.

Til gatnaframkvæmda fara samtals 360 milljónir króna á þessu tímabili. Malbikað verður fyrir 100 milljónir króna.

Af öðrum gatnaframkvæmdum er stærst hellulögn í miðbæ Ísafjarðar 80 milljónir króna og 70 milljónir í götur á Suðureyri.

Til Eyrarskjóls er varið 190 milljónum króna í viðbyggingu og 100 milljóna króna framkvæmdir vegna ofanflóðavarna.

Til fráveitumála er ráðstafað 120 milljónum króna.

Segja má að stærsta framkvæmdin fyrri hluta áætlunarinanr er boltahúsið en því mun ljúka á þriðja ári henna 2021.

Þá tekur við nýbygging Byggðasafns Vestfjarða sem verður reist á árunum 2021 og 2022.

Þriðja stóra einstaka framkvæmdin er svo Sundabakki, lenging sem unnin verður á öllum fjórum árum áætlunarinnar.

Heimild: BB.is