Home Fréttir Í fréttum Bæjarráð vill svör frá ráðherra um Boðaþing

Bæjarráð vill svör frá ráðherra um Boðaþing

196
0
Mynd: Ruv.is
Bæjarráð Kópavogs vill fá upplýsingar frá heilbrigðisráðherra um hvers vegna fyrirhuguð uppbygging hjúkrunarrýma við Boðaþing er ekki nefnd í upptalningu í svari hennar við fyrirspurn frá Ingu Snæland, formanni Flokks fólksins, á Alþingi.

Fram kom í fréttum RÚV í vikunni að yfirmenn Hrafnistu hafi beðið þess í átta ár að byggt verði við hjúkrunarheimilið í Boðaþingi.

<>

Við það eiga að bætast 64 hjúkrunarrými í tveimur nýjum húsum en enn standi lóðin auð og ónotuð. Núna eru 44 hjúkrunarrými á Hrafnistu og þjónustumiðstöð.

Svar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Ingu Sæland um hjúkrunarrými var lagt fram á fundi bæjarráðs Kópavogs í dag.

Í fundargerðinni kemur fram að bæjarráðið óski upplýsinga frá heilbrigðisráðherra um hvers vegna fyrirhuguð uppbygging hjúkrunarrýma við Boðaþing komi þar ekki fram.

Fram kom í svari ráðherra kom fram að í fyrra létust 183 meðan þeir biðu þess að komast á hjúkrunarheimili. Núna bíða yfir 360 manns eftir plássi á hjúkrunarheimili.

Heimild: Ruv.is