Home Í fréttum Niðurstöður útboða Opnum tilboða í framkvæmdir við 1. áfanga Urriðaholtsskóla

Opnum tilboða í framkvæmdir við 1. áfanga Urriðaholtsskóla

643
0
Urriðaholt

Úr fundagerð bæjarráðs Garðabæjar þann 11.12.2018

<>

Eftirfarandi tilboð eru lögð fram eftir yfirferð.

  1. E. Sigurðsson ehf.             kr. 660.006.445
  2. Eykt ehf.                          kr. 666.962.231
  3. Flotgólf ehf.                      kr. 748.743.025
  4. Þarfaþing hf.                     kr. 776.802.421
  5. Ístak hf.                           kr. 807.887.190
  6. Munck á Íslandi                 kr. 994.618.129

Kostnaðaráætlun kr. 859.518.704

Tilboð lægstbjóðanda uppfyllir ekki kröfur sem gerðar eru í kafla 0.2.1. „Kröfur um hæfi bjóðanda.“ Þar kemur fram að bjóðandi skuli á síðastliðnum 10 árum hafa lokið við a.m.k. eitt sambærilegt verk. Með sambærilegu verki er átt við verkefni svipaðs eðlis og að upphæð þess verksamnings hafi að lágmarki verið 70% af tilboði í þetta verk.

Tilboði lægstbjóðanda er af ofangreindum ástæðum hafnað.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði næst lægstbjóðanda Eyktar ehf. með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og felur bæjarverkfræðingi afgreiðslu málsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup þarf að líða 10 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings en um er að ræða innkaup yfir viðmiðunarfjárhæðum Evrópska efnahagssvæðisins.

Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um ofangreinda ákvörðun.