Home Fréttir Í fréttum Engar eignir fundust í búi hins gjaldþrota verktakafyrirtækis H.T. Verktakar ehf.

Engar eignir fundust í búi hins gjaldþrota verktakafyrirtækis H.T. Verktakar ehf.

457
0
Mynd: Vísir/Daníel Rúnarsson

Engar eignir fundust í búi hins gjaldþrota verktakafyrirtækis H.T. Verktakar ehf. Fyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta í upphafi árs 2016 og lauk skiptum í búið á dögunum, næstum þremur árum síðar, án þess að nokkuð fengist upp í lýstar kröfur sem námu alls rúmlega 280 milljónum króna.

<>

Stærsti kröfuhafi í H.T. verktökum var Landsbankinn með yfir 90 prósent krafna.

Samkvæmt upplýsingum frá skiptastjóra búsins, Guðbrandi Jóhannessyni, báru H.T. Verktakar áður nafnið Fasteignafélagið Hraunás og eru umræddar skuldir komnar úr þeirri starfsemi að stærstum hluta.

Starfsemi fasteignafélagsins var að sögn Guðbrands breytt árið 2014 með innkomu nýrra hluthafa sem tóku yfir félagið og skuldir þess.

Þeir hafi ákveðið að leggja ríkari áherslu á verktakastarfsemi, nánar tiltekið við „hreinsun utandyra og lánastarfsemi” eins og það var orðað í samþykktum félagsins.

Félagið barðist þó áfram við hinar háu skuldir sem stofnað var til skömmu fyrir fall bankakerfsins, þ.e. áður en núverandi hluthafar tóku við félaginu.

Skuldirnar upp á hundruð milljóna, sem ekkert fékkst upp í, voru því arfleið frá fyrri eigendum að sögn skiptastjórans.

Heimild: Visir.is