Jafnmargir kranar voru skoðaðir í ár, eða 364 og árið 2007, en þeim hefur fjölgað frá 113 árið 2010. Vinnuslysum fækkar.
Í dag, 3. desember hefur kranavísitalan svokallaða, sem sýnir hve margir kranar hafi verið skoðaðir af vinnueftirlitinu á ári, náð sama fjölda og árið 2007, eða 364.
Á sama tíma hefur fjöldi vinnuslysa í byggingar- og mannvirkjagerð, framkvæmdum opinberra aðila og rafmagns og hitaveitum lækkað frá því sem var þegar umfang framkvæmda var sem mest fyrir hrun.
Þetta kemur fram á vef Vinnueftirlitsins, en þar er þó tekið fram að ekki séu allar tölur um vinnuslys fyrir árið í ár komnar fram.
Heimild: Vb.is