Home Fréttir Í fréttum Nýi vit­inn 100% framúr áætl­un

Nýi vit­inn 100% framúr áætl­un

152
0
Nýi vit­inn kem­ur í stað vita í turni Sjó­manna­skól­ans. Mynd: mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Upp­lýst var á fundi borg­ar­ráðs í fyrra­dag að kostnaður af fram­kvæmd­um við nýja inn­sigl­ing­ar­vit­ann við Sæ­braut myndi fara allt að 100% fram úr áætl­un.

<>

Jafn­framt kom fram að verkið hefði taf­ist um­tals­vert. Nýi vit­inn kem­ur í stað vita í turni Sjó­manna­skól­ans.

Vig­dís Hauks­dótt­ir, áheyrn­ar­full­trúi Miðflokks­ins í borg­ar­ráði, lagði fram átta spurn­ing­ar varðandi sigl­inga­vit­ann á fundi 4. októ­ber sl. og svör­in voru birt í fyrra­dag.

Í svari um­hverf­is- og skipu­lags­sviðs borg­ar­inn­ar kem­ur fram að nú sé áætlað að kostnaður Reykja­vík­ur­borg­ar vegna vit­ans verði 150 millj­ón­ir króna en áður hafi verið kynnt í borg­ar­ráði (25.1. 2018) að kostnaður borg­ar­inn­ar yrði 75 millj­ón­ir króna.

Faxa­flóa­hafn­ir sf. greiða svo 25 millj­ón­ir vegna land­fyll­ing­ar og grjótvarna auk þess að greiða fyr­ir smíði vita­húss, ljós­búnað o.fl. Heild­ar­kostnaður við verkið stefn­ir því í að verða 175 millj­ón­ir króna.

Hækk­un­in er til­kom­in vegna hærra til­boðs en áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir auk þess sem um­fang við land­fyll­ingu, grjótvarn­ir og gerð hjá­leiða var meira en áætlað var, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um fram­kvæmd þessa í Morg­un­bæaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is