
Eldur kom upp í vinnuskúrum í Úlfarsárdal við Lambhagasveg í nótt. Nokkrar skemmdir voru vegna eldsins en slökkviliðsmenn frá tveimur slökkviliðsstöðvum voru á vettvangi. Ekki liggja fyrir upplýsingar um umfang skemmda en tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar eldsupptök.
Slökkvistarfi er þó ekki lokið enn og verða slökkviliðsmenn á vettvangi til að vakta mögulegar glæður í skúrunum.


Heimild: Visir.is