Home Fréttir Í fréttum Nýir og betri gluggar í Skálholti

Nýir og betri gluggar í Skálholti

170
0
Skipt hefur verið um þrjátíu nýja glugga í Skálholtsdómkirkju en þeir eru listaverk eftir Gerði Helgadóttur. Mynd: visir.is/Magnús Hlynur

Skálholtsdómkirkja hefur verið undirlögð iðnaðarmönnum og verkfærum þeirra síðustu vikur því það er verið að ljúka viðgerð á þrjátíu listagluggum Gerðar Helgadóttur. Einnig er gert við sprungur í mosaíkaltaristöflu Nínu Tryggvadóttur en í henni eru tuttugu og fimm þúsund mósaíksteinar frá Ítalíu.

<>

Iðnaðarmenn frá Þýskalandi hafa dvalið í Skálholti síðustu misseri þar sem þeir hafa gert við glugga kirkjunnar eftir Gerði Helgadóttir og eru nú að leggja lokahönd á ísetningu glugganna sem eru ómetanlegar þjóðargersemar.

Stjórn Skálholtsfélagsins kynnti sér framkvæmdina nýlega með vígslubiskupi Skálholts.

„Við erum að klára að setja síðustu gluggana í sem eru efri gluggarnir á kirkjuskipinu. Verndarsjóður Skálholts hefur verið að standa fyrir þessari framkvæmd og lagfæringum. Það er búið að ganga frá gluggunum undir, sjálfum gluggakörmunum, og glerinu og svo eru þeir settir upp á nýjan hátt, steindu gluggarnir hennar Gerðar Helgadóttur,“ segir Kristján Björnsson, vígslubiskup.

Kristján segir að gluggaverkefnið kosti um 30 milljónir króna.
 

Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti og yfirmaður viðgerðanna sem er með fyrirtæki sitt í Þýskalandi eru mjög sáttir með hvernig til hefur tekist.  Mynd: Magnús Hlynur

En það eru ekki bara gluggarnir í Skálholti sem er búið að vera að vinna með heldur er líka verið að laga altaristöfluna en í henni eru 25 þúsund litlir mósaík steinar.

„Altarismyndin er þannig að það er verið að setja í hana nýjar fúgur og laga þessar Ítölsku flísar með því að dýpka þær því þær hafa verið að losna frá, það er meiri lagfæring en búist var við. Núna er altarismyndin hennar Nínu Tryggvadóttir orðin góð fyrir næstu ár,“ bætir Kristján við.

Heimild: Visir.is