Home Í fréttum Undirskrift samninga utboda Semja um niðurrif sementsturnsins á Akranesi

Semja um niðurrif sementsturnsins á Akranesi

360
0
Mynd: Einar Rafnsson - RÚV/Landinn

Skipulags- og umhverfisráð Akraness ákvað á fundi sínum í dag að fela sviðsstjóra að semja við verktakafyrirtækið Work North um að fella stromp sementsverksmiðjunnar á Akranesi.

<>

Fyrirtækið hefur unnið að því að rífa niður og fjarlægja mannvirki sementsverksmiðjunnar frá því á síðasta ári.

Mikla athygli vakti þegar nokkrar atrennur þurfti til að fella síló sementsverksmiðjunnar.

Þau stóðu af sér tvær sprengingar áður en vinnuvélar unnu loks á þeim.

Sementsverksmiðjan hefur sett svip sinn á Akranes um 60 ára skeið. Verksmiðjan var reist árin 1956 til 1958 og tók til starfa síðla árs 1958.

Síðan þá hefur turninn sést víða að og verið eitt af kennileitum bæjarins. Sementsframleiðslu var hætt 2012 og síðar fékk bærinn svæðið til umráða.

Ákveðið var að rífa sementsverksmiðjuna og byggja íbúðarhúsnæði þar í staðinn.

Um skeið voru uppi hugmyndir um að láta sementsturninn halda sér en hætt var við það vegna kostnaðar.

 

Heimild: Ruv.is