Home Fréttir Í fréttum Auka aðgengi borgarbúa á verkfærum

Auka aðgengi borgarbúa á verkfærum

133
0
Mynd: Skjáskot af Visir.is/Stöð Tvö

Svokallað verkfærasafn, Reykjavík tool library hefur nú verið opnað úti á Granda og segja stofnendur markmiðið að auka aðgengi að verkfærum sem ekki væri forsenda fyrir einstakling að fjárfesta í.

<>

Til hvers að kaupa sér verkfæri sem fer í geymslu eftir að hafa verið notað í eitt skipti?

Safnið virkar eins og bókasafn en þar geta meðlimir fengið lánuð ýmis verkfæri og tæki sem þeir þurfa fyrir minniháttar framkvæmdir.

„Hérna kaupir fólk meðlimakort til eins árs í senn og í staðinn fær það að taka út lánuð verkfæri í þrjá daga í senn. Þannig að við viljum búa til samfélag þar sem fólk getur mjög auðveldlega fengið lánuð verkfæri,“ segir Hafliði Ásgeirsson, einn stofnandi safnsins og nefnir til dæmis að þetta geti nýtst þeim sem þurfa að sinna smáviðgerðum heima hjá sér.

Þannig er markmið verkefnisins að auka aðgengi borgarbúa á verkfærum sem ekki væri forsenda fyrir einstakling að fjárfesta í.

„Við erum með fyrirtæki og fullt af einstaklingum sem hafa verið að gefa okkur verkfæri. Flest verkfærin hér höfum við fengið gefins,“ segir Hafliði.

Heimild: Visir.is