Home Fréttir Í fréttum Verk­tak­ar vildu ekki litlu íbúðirn­ar

Verk­tak­ar vildu ekki litlu íbúðirn­ar

199
0

Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri seg­ir verk­taka og ríkið hafa brugðist í hús­næðismál­um. Verk­tak­ar hafi verið treg­ir til að byggja smærri íbúðir og ríkið dregið að samþykkja stofn­fram­lög til fé­lags­legra íbúða.

<>

„Við urðum vör við ákveðna íhalds­semi og að aðilar á bygg­ing­ar­markaði höfðu kannski ekki al­veg trú á því að ein­stak­ling­ar væru til­bún­ir að kaupa íbúðir í upp­bygg­ingu með færri bíla­stæðum í kjall­ara, eða minni íbúðir, fyrr en það reynd­ist síðan raun­in,“ seg­ir Dag­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Haf­in verður bygg­ing 1.400-1.500 íbúða í borg­inni í ár. Óli Örn Ei­ríks­son, deild­ar­stjóri at­vinnuþró­un­ar hjá borg­inni, áætl­ar að um 70% þeirra, eða um 1.000, verði til­bú­in inn­an tveggja ára. Dag­ur kynnti að fram­kvæmd­ir væru hafn­ar á reit­um þar sem má byggja 5.000 íbúðir. Óli Örn áætl­ar að þar af eigi eft­ir að hefja bygg­ingu um 1.500 íbúða.

Heimild: Mbl.is