Arkitekt hjá Arkibúllunni segir reikninga fyrirtækisins vegna braggans við Nauthólsveg ekki óvenjuháa og að tímarnir séu ekki óvenjulega margir í ljósi þess hve verkefnið dróst á langinn. Margrét Leifsdóttir er sá starfsmaður Arkibúllunnar hverrar nafn hefur dregist inn í umræðuna, en í samtali við mbl.is segir hún að hennar hlutverk hafi verið að sinna eftirliti með verkinu.
„Það þarf að taka tillit til margra þátta þegar verkkauparnir eru tveir, Reykjavíkurborg og Háskólinn í Reykjavík, og þegar þetta dregst yfir svona langan tíma þá hækkar kostnaðurinn,“ segir Margrét. Þá bendir hún á að hafa beri í huga að ekki sé aðeins um einn bragga að ræða, heldur nokkurar byggingar upp á 450 fermetra.
„Þetta er ekki bara ein bygging og þetta er flókið verk, þetta eru margar samsetningar og margar mismunandi útfærslur sem þarf að teikna.“
Reikningarnir laun til stofunnar með vaski.
Nokkrir reikningar Arkibúllunnar hafa verið birtar á vef DV, en í umfjöllun þeirra er Margrét sögð hafa unnið 1.300 klukkustundir að hönnun verksins. „Ég var ekki aðalhönnuður verksins, heldur annar hönnuður hér á stofunni,“ segir Margrét.
Sjálf tók hún þátt í hugmyndavinnunni þegar verkið var á byrjunarstigi, en þaðan í frá sinnti hún einungis eftirliti og ráðgjöf. „Það eru aðrir starfsmenn sem unnu þessa 1.300 tíma. Þessir reikningar eru laun til stofunnar og þar er vaskur innifalinn.“
Þá segir Margrét að hún hafi kvittað upp á reikningana vegna þess að hún hafi verið mikið á verkstað og vissi hvernig verkin væru unnin. „Ég var að kvitta upp á að tímarnir væru sannarlega unnir.“
Heimild: Mbl.is