Home Fréttir Í fréttum „Ég var ekki aðal­hönnuður verks­ins“

„Ég var ekki aðal­hönnuður verks­ins“

189
0
Mynd: mbl.is/​Hari

Arki­tekt hjá Arki­búll­unni seg­ir reikn­inga fyr­ir­tæk­is­ins vegna bragg­ans við Naut­hóls­veg ekki óvenju­háa og að tím­arn­ir séu ekki óvenju­lega marg­ir í ljósi þess hve verk­efnið dróst á lang­inn. Mar­grét Leifs­dótt­ir er sá starfsmaður Arki­búll­unn­ar hverr­ar nafn hef­ur dreg­ist inn í umræðuna, en í sam­tali við mbl.is seg­ir hún að henn­ar hlut­verk hafi verið að sinna eft­ir­liti með verk­inu.

<>

„Það þarf að taka til­lit til margra þátta þegar verk­kaup­arn­ir eru tveir, Reykja­vík­ur­borg og Há­skól­inn í Reykja­vík, og þegar þetta dregst yfir svona lang­an tíma þá hækk­ar kostnaður­inn,“ seg­ir Mar­grét. Þá bend­ir hún á að hafa beri í huga að ekki sé aðeins um einn bragga að ræða, held­ur nokkur­ar bygg­ing­ar upp á 450 fer­metra.
„Þetta er ekki bara ein bygg­ing og þetta er flókið verk, þetta eru marg­ar sam­setn­ing­ar og marg­ar mis­mun­andi út­færsl­ur sem þarf að teikna.“
Reikn­ing­arn­ir laun til stof­unn­ar með vaski.

Nokkr­ir reikn­ing­ar Arki­búll­unn­ar hafa verið birt­ar á vef DV, en í um­fjöll­un þeirra er Mar­grét sögð hafa unnið 1.300 klukku­stund­ir að hönn­un verks­ins. „Ég var ekki aðal­hönnuður verks­ins, held­ur ann­ar hönnuður hér á stof­unni,“ seg­ir Mar­grét.

Sjálf tók hún þátt í hug­mynda­vinn­unni þegar verkið var á byrj­un­arstigi, en þaðan í frá sinnti hún ein­ung­is eft­ir­liti og ráðgjöf. „Það eru aðrir starfs­menn sem unnu þessa 1.300 tíma. Þess­ir reikn­ing­ar eru laun til stof­unn­ar og þar er vask­ur innifal­inn.“

Þá seg­ir Mar­grét að hún hafi kvittað upp á reikn­ing­ana vegna þess að hún hafi verið mikið á verkstað og vissi hvernig verk­in væru unn­in. „Ég var að kvitta upp á að tím­arn­ir væru sann­ar­lega unn­ir.“

Heimild: Mbl.is