Home Fréttir Í fréttum 7 þúsund íbúðir á þrem­ur árum

7 þúsund íbúðir á þrem­ur árum

131
0
Mynd: mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Tals­vert fleiri íbúðir eru í bygg­ingu á höfuðborg­ar­svæðinu nú en fyrr á þessu ári. Mun­ar þar mestu um íbúðir á fyrstu bygg­ing­arstig­um. 92% af heild­ar­fjölda íbúða í bygg­ingu eru í fjöl­býli, en enn er þó byggt of lítið af litl­um íbúðum miðað við eft­ir­spurn markaðar­ins.

<>

Sam­tals eru 4.845 íbúðir í bygg­ingu á svæðinu í dag og er áætlað að á þessu ári komi sam­tals 2.000 íbúðir á markað. Á næsta ári má gera ráð fyr­ir að þær verði 2.200 og árið 2020 fari þær upp í allt að 2.600 íbúðir. Þetta kom fram í máli Ing­ólfs Bend­ers, aðal­hag­fræðings Sam­taka iðnaðar­ins, á fundi Fé­lags viðskipta- og hag­fræðinga í dag.

Sam­tök iðnaðar­ins fram­kvæma taln­ingu á íbúðum í bygg­ingu tvisvar á ári, í mars og í sept­em­ber. Sam­kvæmt sept­em­bertaln­ing­unni eru íbúðir í bygg­ingu á höfuðborg­ar­svæðinu nú 18% fleiri en í mars. Eru þær 4.845, en voru sam­tals 4.093 í mars. „Það er meiri vöxt­ur nú en við höf­um séð í þess­ari upp­sveiflu,“ sagði Ingólf­ur á fund­in­um og bætti við að um væri að ræða já­kvæð tíðindi, enda hafi vantað íbúðir und­an­far­in ár.
Lág­punkt­ur­inn í fram­kvæmd­um var í sept­em­ber árið 2012, en þá voru 809 íbúðir í bygg­ingu, eða 17% af því sem nú er.

Meg­inþorri íbúða í bygg­ingu í fjöl­býli
Fjölg­un­in sem á sér stað núna frá því í mars er aðallega í fjöl­býli, en í þeim flokki er 21% aukn­ing frá því fyr­ir hálfu ári. Hins veg­ar er 5% sam­drátt­ur í fjölda sér­býla sem eru í bygg­ingu. Íbúðir í fjöl­býli eru einnig meg­inþorri þeirra íbúða sem eru í bygg­ingu, sam­tals 4.466 eða 92%, meðan íbúðir í sér­býli eru í heild­ina 379 tals­ins, eða 8%.

Meiri­hluti fjölg­un­ar íbúða sem nú eru í bygg­ingu er á fyrstu bygg­ing­arstig­um. Það þýðir í raun að stóri mass­inn sem er að bæt­ast við kem­ur ekki al­veg strax í sölu, held­ur fær­ist það 1-2 ár fram í tím­ann.

Helm­ing­ur þeirra íbúða sem eru í bygg­ingu er í Reykja­vík, fjórðung­ur í Kópa­vogi, um 13% í Garðabæ og minna í Mos­fells­bæ og aðeins lít­ill hluti í Hafnar­f­irði og á Seltjarn­ar­nesi. Hlut­falls­lega eru hins veg­ar flest­ar íbúðir í bygg­ingu í Mos­fells­bæ, eða um 15%, því næst Garðabæ með 12% og svo í Kópa­vogi með 9%. Í Reykja­vík er fjöldi íbúða í bygg­ingu sem hlut­fall af heilda­fjölda íbúða rúm­lega 4%.

Úr 1.300 íbúðum í fyrra í 2.000 íbúðir í ár
Miðað við þess­ar töl­ur seg­ir Ingólf­ur að full­bún­ar íbúðir verði 2,4% á þessu ári, en til sam­an­b­urðar voru þær 1,5% árið á und­an. Það þýðir að á þessu ári muni koma sam­tals rúm­lega 2.000 íbúðir á markað, en í fyrra voru þær um 1.300. Seg­ir hann þá tölu hafa verið langt und­ir eft­ir­spurn­arþörf.

Á næsta ári ger­ir hann ráð fyr­ir því að full­bún­ar íbúðir sem komi á markaðinn á höfuðborg­ar­svæðinu verði rúm­lega 2.200 og er það um 200 íbúðum fleiri en í mars­spánni. Þá er gert ráð fyr­ir rúm­lega 2.600 íbúðum á markað árið 2020, sam­an­borið við tæp­lega 2.500 í fyrri spá. Sam­tals spá Sam­tök iðnaðar­ins því að 7.005 íbúðir verði full­bún­ar á ár­un­um 2018-2020.

Til að setja þenn­an fjölda í sam­hengi þá voru ekki nema 2.000 íbúðir kláraðar í Reykja­vík á ár­un­um 2011-2017, en nú næst sú tala í Reykja­vík á rúm­lega ári.

Þörf fyr­ir 45 þúsund íbúðir á næstu tveim­ur ára­tug­um
Sagði Ingólf­ur að jafn­vægi væri komið á markaðinn, sem sæ­ist meðal ann­ars á því að verðþróun á markaðinum væri kom­in í jafn­vægi.

Hins veg­ar væri enn mik­il eft­ir­spurn­arþörf sem hefði mynd­ast á síðustu árum. Benti hann á að miðað við mann­fjölda­spár mætti gera ráð fyr­ir því að byggja þyrfti 45 þúsund íbúðir á land­inu öllu til árs­ins 2040, þar af 33 þúsund á höfuðborg­ar­svæðinu. Væri fjöldi íbúða þá kom­inn upp í sam­tals 180 þúsund á land­inu öllu og 120 þúsund á höfuðborg­ar­svæðinu.

Á síðasta ári fjölgaði íbú­um lands­ins um 10 þúsund, en nýj­um íbúðum fjölgaði um 1.800. Ingólf­ur seg­ir að það leiði af sér að um sex ein­stak­ling­ar hafi verið að bít­ast um hverja íbúð. Árið áður hafi hlut­fallið verið fjór­ir að bít­ast um hverja íbúð. Til viðbót­ar hafi svo komið ör vöxt­ur í fjölda ferðamanna og notk­un á íbúðum í út­leigu til þeirra. Nú virðist hins veg­ar markaður­inn far­inn að taka við sér og skila út meiri fjölda en meðaltal síðustu ára­tuga. Það þurfi þó áfram að vinna upp þá um­fram­eft­ir­spurn sem myndaðist frá 2010 til 2017.

Spurður um áhrif auk­ins fjölda íbúða á markaði á verðþróun seg­ir Ingólf­ur að í dag sé verðþró­un­in mun eðli­legri en hún var árin 2016-17 þegar hún hafi stungið launaþró­un­ina af. „Núna er þetta meira að þró­ast í takt og markaður­inn í betra jafn­vægi,“ seg­ir hann.

Heimild: Visir.is