Home Fréttir Í fréttum Mik­il upp­bygg­ing á Grand­an­um

Mik­il upp­bygg­ing á Grand­an­um

306
0
Lín­bergs­reit­ur er norðan við ver­búðir á Grandag­arði. Gegnt ver­búðunum er Bakka­skemm­an, sem m.a. hýs­ir Sjáv­ar­klas­ann og mat­ar­markað. Tölvu­mynd/​ASK arki­tekt­ar ehf

Stjórn Faxa­flóa­hafna sf. hef­ur samþykkt fyr­ir sitt leyti nýtt deili­skipu­lag fyr­ir lóðirn­ar Fiskislóð 16-32 í Örfiris­ey, svo­kallaðan Lín­bergs­reit. Þarna er fyr­ir­hugað niðurrif eldri húsa og stór­felld upp­bygg­ing í kjöl­farið.

<>

Gísla Gísla­syni hafn­ar­stjóra var falið að óska eft­ir form­legri meðferð skipu­lags- og sam­gönguráðs Reykja­vík­ur um til­lög­una. Að sögn Gísla hef­ur er­indið verið sent borg­inni nú þegar.

Deili­skipu­lagstil­lag­an er í meg­in­at­riðum eins og til­laga sem send var til borg­ar­inn­ar seinni hluta árs 2017, en þá í kynn­ing­ar­formi. Meiri­hlut­inn í borg­ar­ráði og um­hverf­is- og skipu­lags­ráði hafnaði þess­um hug­mynd­um, m.a. með til­vís­un í um­sögn skipu­lags­full­trúa borg­ar­inn­ar.

Þar kom m.a. fram að hvorki hefði verið mörkuð stefna um upp­bygg­ingu á Vest­ur­höfn-Örfiris­ey til lengri tíma, né mörkuð stefna um breyt­ing­ar á heim­ilaðri notk­un á svæðinu.

Ekki væri hægt að taka af­stöðu til einn­ar lóðar eða brots af svæði án þess að skoða alla Vest­ur­höfn­ina heild­stætt

Síðan þessi samþykkt var gerð hafa farið fram kosn­ing­ar til borg­ar­stjórn­ar og inn er komið nýtt fólk. Það mun svo koma í ljós hvort Faxa­flóa­hafn­ir fá já­kvæðari und­ir­tekt­ir að þessu sinni, að því er fram kem­ur í frétta­skýr­ingu  um þess­ar fyr­ir­huguðu fram­kvæmd­ir á Grand­an­um í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is