Home Fréttir Í fréttum End­ur­skoða þarf Sunda­braut

End­ur­skoða þarf Sunda­braut

350
0
Hug­mynd að Sunda­braut.

End­ur­skoða þarf fram­kvæmd fyr­ir­hugaðrar Sunda­braut­ar. All­ar til­lög­ur um þver­un Klepps­vík­ur eru margra ára­tuga gaml­ar. Frá þeim tíma að þær voru sett­ar fram hafa orðið mikl­ar breyt­ing­ar og ýms­ar for­send­ur mann­virkja­gerðar í dag tals­vert aðrar en áður voru.

<>

Þetta er niðurstaða Jóns Þor­valds­son­ar aðstoðar­hafn­ar­stjóra Faxa­flóa­hafna sf. en hann hef­ur tekið sam­an minn­is­blað og kynnt á fundi hafn­ar­stjórn­ar. Jón bend­ir á að for­send­ur byggðaþró­un­ar í dag séu aðrar en þær voru í upp­hafi. Spurn­ing sé hvernig hraðbrautar­for­send­ur ganga upp inni í miðri borg­ar­byggð.

Ef­ast megi um það að Sæ­braut­in hafi af­kasta­getu til að taka við um­ferð frá Sunda­braut verði ráðist í þá fram­kvæmd. Þess sjá­ist merki á álags­tíma um­ferðar. Þetta seg­ir Jón m.a. í minn­is­blaðinu. Hann seg­ir að ýmis upp­bygg­inga­áform á ná­læg­um svæðum séu í far­vatn­inu. Þeim fylgi óhjá­kvæmi­lega aukið um­ferðarálag á stofn­braut­ina, Sæ­braut.

Fyr­ir Sunda­höfn, sem meg­in­gátt vöru­flutn­inga til höfuðborg­ar­inn­ar og Íslands alls, sé það lyk­il­atriði að vega­teng­ing­ar við Sæ­braut­ina verði góðar, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um sam­göngu­mál þessi í Morg­un­blaðinu í dag.

Heimild: Mbl.is