Home Fréttir Í fréttum Héraðsverk bauð lægst í Njarðvíkurskriður

Héraðsverk bauð lægst í Njarðvíkurskriður

208
0
Mynd: Austurfrett.is

Héraðsverk átti lægsta tilboðið í vegagerð um Njarðvíkurskriður en það var nokkuð yfir kostnaðaráætlun.

<>

Þetta kom í ljós þegar tilboð í verkið voru opnuð hjá Vegagerðinni í gær. Tvö tilboð bárust, annars vegar frá Héraðsverki sem bauð tæpar 250 milljónir en hins vegar frá Þ.S. verktökum upp á rúmar 285 milljónir.

Bæði tilboðin eru vel yfir kostnaðaráætlun upp á rúmar 200 milljónir. Á næstunni kemur í ljós hvort samningar náist á grundvelli útboðsins.

Til stendur að endurbyggja 4,8 km langan kafla frá Landsenda um Njarðvíkurskriður að Ytri-Hvannagilsá í Njarðvík. Samkvæmt útboðslýsingu á vinnu við skeringar og fyllingar í skriðunum að vera lokið fyrir 15. desember og ljóst að hafa þarf hraðar hendur til að það náist.

Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. september á næsta ári.

Heimild: Austurfrett.is