Home Fréttir Í fréttum Nýtt sjúkrahótel kannski tilbúið í haust

Nýtt sjúkrahótel kannski tilbúið í haust

184
0
Mynd: Freyr Arnarson - RÚV

Sjúkrahótel Landspítalans verður kannski tilbúið í haust, að því er kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Upphaflega stóð til að afhenda húsið vorið 2017.

<>

Fyrsta skóflustungan var tekin 2015 og þá stóð til að hótelið yrði opnað í lok síðasta árs. Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala, segist í Morgunblaðinu í dag vona að verktakar afhendi húsið 12. október.

Kostnaðurinn við framkvæmdina er tæplega tveir milljarðar. Að sögn Gunnars eru tafirnar kostnaðarsamar en í verksamningi er kveðið á um að greiddar séu 300 þúsund króna tafabætur á dag.

Þeir sem hafa orðið fyrir mestum skaða eru þó gestir sem áttu að gista í húsinu, sjúklingar og aðstandendur, segir Gunnar. Erfitt sé að meta þann skaða í krónum. Hann gerir ráð fyrir því að lögfræðingar meti heildaruppgjörið þegar þar að kemur á grundvelli skaðabótareglna.

RÚV greindi frá því í sumar að helsta ástæða tafa sé að steinklæðning hússins hafi verið tímafrekari í útfærslu og framleiðslu en gert hafði verið ráð fyrir. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í fréttum RÚV um helgina að bygging hótelsins hafi tekið allt of langan tíma. Lærdómur hafi verið dreginn af því verkefni sem nýtist í þeim næstu.

Heimild: Ruv.is