Home Fréttir Í fréttum Fyrsta skóflustungan tekin að háskólagörðum HR

Fyrsta skóflustungan tekin að háskólagörðum HR

156
0
Mynd: Háskólinn í Reykjavík
Fyrsta skóflustungan að Háskólagörðum Háskólans í Reykjavík var tekin í dag. Þar verða 125 íbúðir til útlegu á fjórum til fimm hæðum í 5,900 fermetra húsnæði. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, Eygló M. Björnsdóttir, formaður Stúdentafélags HR, Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, munduðu skóflurnar síðdegis í dag.

Mynd: Háskólinn í Reykjavík

Háskólagarðarnir rísa við Öskjuhlíð, í næsta nágrenni við Háskólann í Reykjavík. Á þessum slóðum er gert ráð fyrir samtals 390 íbúðum í nokkrum húsum. Þær verða frá 25 fermetra einstaklingsíbúðum upp í 80 fermetra þriggja herbergja íbúðir. Nokkrar íbúðanna verða til leigu og tímabundinnar búsetu fyrir starfsfólk HR og fyrirtækja sem starfa innan HR eða tengjast háskólanum.

<>

Heimild: Ruv.is