Söfnuður rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar hefur kynnt skipulagsyfirvöldum í Reykjavík nýja hugmynd að uppbyggingu á lóð safnaðarins á Mýrargötu.
Hjá skipulagsfulltrúa borgarinnar liggja þannig fyrir tvær tillögur frá hönnuði rétttrúnaðarsafnaðarins sem vill vita hvort þær fáist samþykktar. Sú fyrri hefur áður komið fram. Nýrri tillagan gerir ráð fyrir „minni kirkju í fermetrum og lægri með tveimur turnum á lóðinni en ekki innan núverandi byggingarreits“, segir í fyrirspurn arkitektsins.
Samkvæmt nýrri útfærslunni verður kirkjubyggingin aðeins að hluta innan byggingarreitsins á lóðinni og þaðan liggja neðanjarðargöng sem verða alfarið utan byggingarreitsins. Málið var lagt aftur fyrir í síðustu viku en afgreiðslu þess frestað og arkitektinn beðinn að hafa samband við embættið.
Heimild: Visir.is