Home Fréttir Í fréttum Allur Kísilvegur lagður bundnu slitlagi

Allur Kísilvegur lagður bundnu slitlagi

256
0
Mynd: Ruv.is
Kísilvegur í Þingeyjarsýslu verður í fyrsta sinn allur lagður bundnu slitlagi þegar framkvæmdum þar lýkur í haust. Sveitarstjóri Skútustaðahrepps segir þetta byltingu í samgöngum, vegurinn hafi á köflum verið skelfilegur.

Kísilvegur er á milli Mývatns og Húsavíkur um Hólasand, rúmlega 42 kílómetra leið. Þar er verið að endurbyggja um 11 kílómetra og leggja bundið slitlag.

<>

„Alger bylting“

Brátt verður allur vegurinn því lagður bundnu slitlagi í fyrsta sinn og því hafa heimamenn á þessu svæði lengi beðið eftir. „Hann hefur verið skelfilegur á þessum kafla sem var ekki búið að leggja bundið slitlag á. Þannig að þetta er alger bylting,” segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skutustaðahrepps.

Samgöngubót fyrir íbúa, ferðamenn og atvinnulíf

Og mikilvægi endurbótanna segir hann mega skipta í þrennt. Þær skipti miklu máli fyrir heimafólk sem aki veginn nær daglega, þetta sé mikilvæg leið milli virkjana í Bjarnarflagi, Kröflu og á Þeistareykjum og fyrir ferðaþjónustuna sé Kíslivegur gríðarlega mikilvægur. „Með tilkomu Vaðlaheiðarganga, og svo er náttúrlega verið að byggja upp Dettifossveg, þá erum við að efla möguleika fyrir ferðamanninn líka. Þannig að allt vinnur þetta vel saman,” segir Þorsteinn.

Öflug vetrarþjónusta verði að fylgja

Það keyra að meðaltali um 600 bílar eftir Kísilveginum á dag yfir sumartímann og þessum endurbótum þarf að fylgja góð þjónusta allt árið, segir Þorsteinn. „Ég legg áherslu á það að það verði öflug vetrarþjónusta sem fylgi veginum af hálfu Vegagerðarinnar.”

Heimild: Ruv.is