Home Fréttir Í fréttum Ljótar sögur af illri meðferð á starfsfólki

Ljótar sögur af illri meðferð á starfsfólki

302
0
Mynd: RÚV
Margt erlent starfsfólk er samningslaust og sætir slæmri meðferð. Þetta kemur fram í samtölum Eflingar stéttarfélags við erlenda félagsmenn. Félagið stóð í dag fyrir sérstökum fundi fyrir Pólverja. Magdalena Kwiatkowska sem er ein af tveimur pólverjum sem nú sitja í stjórn Eflingar. segir að markmiðið sé að efla samstöðu þeirra.

Fundurinn var haldinn í Gerðubergi og er hann hluti af átaki nýrrar stjórnar Eflingar til að ná betra sambandi við félagsmenn. Magdalena segir að pólverjar séu stór hluti af félagsmönnum Eflingar.

<>

„Það eru rosalega margir sem eiga erfitt í vinnunni, vinna án samninga og við viljum breyta því. Biðja þá að tala um þetta og ekki vera hrædd við það.“

Efling setti sig í samband við erlenda félagsmenn og í þeim samtölum komu fram margar mjög ljótar sögur um meðferð á starfsfólki hér á landi. Til dæmis unnu sex karlar við byggingarvinnu fyrir sama verktaka.

„Þeir bjuggu sex saman í einu herbergi og það voru dregnar frá launum þeirra 100 þúsund krónur á mann fyrir þetta eina herbergi.“

Annað dæmi er af manni sem keyrði rútu og hafði unnið mjög mikið. Hann bað vinnuveitandann um tveggja daga frí svo hann gæti hvílt sig – auk þess sem hann ætti ekki einu sinni hreina skyrtu.

„Og þá sagði vinnuveitandinn hérna er ný skyrta og ef þetta hentar þér ekki getur þú bara alveg hætt og þá ertu án húsnæðis út af því þú ert í íbúð frá mér.“

Er illa farið með erlent starfsfólk? Já það er illa farið með erlent starfsfólk og það er rosalega illa farið með þá í þjónustu og veitingahúsum.“

Veitingahúsin brjóti mjög oft kjarasamninga á erlendu starfsfólki, margir séu á dagvinnulaunum á kvöldin og sumir án samninga. Magdalena kom hingað í fyrsta sinn árið 1999. Þá fór hún í háskóla en var einnig í vinnu.

„Það var miklu betra. Það var ekkert um það að fólk væri að vinna án samninga og það fékk aldrei greidd daglaun fyrir kvöldvinnu. Það var ekkert svoleiðis.“

Er viðmót vinnuveitenda breytt?  já það er bara breytt og ég skil ekki afhverju.“

Heimild: Ruv.is