Home Fréttir Í fréttum Stofna samráðshóp um uppbyggingu í miðbænum á Selfossi

Stofna samráðshóp um uppbyggingu í miðbænum á Selfossi

424
0
Tölvugerð mynd af væntanlegum miðbæ á Selfossi. Mynd: Sunnlenska.is/Sigtún þróunarfélag ehf.

Bæjarráð Árborgar samþykkti á síðasta fundi sínum að skipa starfshóp til að hafa samráð um uppbyggingu miðbæjarins á Selfossi.

<>

Í hópnum verða fulltrúar Sveitarfélagsins Árborgar og Sigtúns þróunarfélags ehf. Þrír fulltrúar verða frá sveitarfélaginu, bæjarstjóri, fulltrúi meirihluta bæjarstjórnar og fulltrúi minnihluta bæjarstjórnar. Óskað hefur verið eftir tveimur til þremur fulltrúum Sigtúns þróunarfélags í hópinn.

Í greinargerð með tillögunni sem samþykkt var á bæjarráðsfundinum segir að nauðsynlegt sé að gott samstarf skapist milli framkvæmdaaðila og bæjaryfirvalda um framgang verksins með reglulegum fundum og fundargerðum sem lagðar yrðu fyrir bæjarráð til kynningar. Þannig megi best tryggja hagsmuni íbúa og skilvirka og gagnsæja stjórnsýslu.

Samkvæmt áformum Sigtúns þróunarfélags ehf. hefjast framkvæmdir við nýjan miðbæ nú í haust og verður hann tilbúinn innan þriggja ára.

Heimild: Sunnlenska.is