Home Fréttir Í fréttum Fram­kvæmd­um á að ljúka í næsta mánuði

Fram­kvæmd­um á að ljúka í næsta mánuði

162
0
Fram­kvæmd­um er að ljúka við vest­ari ak­rein Kalkofns­veg­ar. Mynd: mbl.is/​Golli

Und­an­far­in miss­eri hafa staðið yfir mikl­ar bygg­ing­ar­fram­kvæmd­ir í miðborg Reykja­vík­ur. Jafn­framt hef­ur verið unnið að gatna­fram­kvæmd­um og af þeim sök­um hef­ur víða þurft að þrengja að um­ferðinni.

<>

Nú er komið að kafla­skil­um á Lækj­ar­götu/​Kalkofns­vegi. Stefnt er að því að ljúka end­ur­bót­um á Kalkofns­vegi uppi við Hafn­ar­torgið fyr­ir 15. sept­em­ber. Meðal ann­ars hef­ur verið út­bú­in sér­stök ak­rein fyr­ir stræt­is­vagna.

Þegar þess­um fram­kvæmd­um lýk­ur verður um­ferðin færð af nú­ver­andi keyrslu­leið næst Arn­ar­hól yfir á nýja hlut­ann. Í fram­hald­inu tek­ur við end­ur­nýj­un á því svæði sem nú er ekið um. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Reykja­vík­ur­borg á þeirri vinnu að ljúka fyr­ir miðjan októ­ber.

Heimild: Mbl.is