4.9.2018
Tilboð opnuð 4. september 2018. Endurgerð vegar um Droplaugarstaði milli Teigabóls og Bolalækjar ásamt tilheyrandi vegtengingum, ræsagerð og lögn klæðingar og enn fremur gerð hálfbogaræsis yfir Hrafnsgerðisá með steyptum sökklum.
Lengd útboðskaflans er 3,02 km og lengd ræsisins er tæpir 18 m og þvermálið 5 m.
Helstu magntölur vegna vegar eru:
- – Skeringar 3.500 m3
- Þar af bergskeringar 300 m3
- – Fyllingar 3.300 m3
- – Fláafleygar 2.030 m3
- – Ræsagerð 36 m
- – Styrktarlag 5.250 m3
- – Burðarlag 2.560 m3
- – Tvöföld klæðing 19.500 m2
Helstu magntölur vegna ræsis eru:
- – Lögn stálplöturæsis 16,88 m
- – Gröftur 17 m3
- – Bergskering 2 m3
- – Bergboltar 59 stk.
- – Mótafletir 126 m2
- – Steypustyrktarjárn 2,3 tonn
- – Steypa 32,4 m3
- – Endafrágangur grjótvörn 30 m3
Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. ágúst 2019.
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik þús.kr. |
Ylur ehf., Egilsstöðum | 66.883.176 | 110,8 | 0 |
Áætlaður verktakakostnaður | 60.351.000 | 100,0 | -6.532 |