Home Fréttir Í fréttum Framkvæmdir á Austurbakka standa nú sem hæst

Framkvæmdir á Austurbakka standa nú sem hæst

325
0
Mynd: Ístak.is

Tveggja hæða bílakjallari, verslanir og 70 íbúðir.

<>

Framkvæmdir á Austurbakka 2, reit 5b, standa nú sem hæst en um er að ræða byggingu sem í verða sjötíu íbúðir.

Mynd: Ístak.is

Verslanir verða á jarðhæð og þá verður bílakjallarinn á tveimur neðstu hæðunum en byggingin skiptist í tvö hús fyrir ofan verslunarhúsnæðið.

Annað húsið liggur í vestur meðfram Austurbakka og hitt í austur meðfram Reykjastræti, sem er gatan sem mun skilja að umrætt verkefni og Landsbankalóð.

Mynd: Ístak.is

Framkvæmdir hófust í lok september 2017 en stefnt er á að þeim ljúki um næstu áramót. Verkið hefur gengið vel og að mestu á áætlun.

Staða verksins nú um miðjan júlí er sú að búið er að steypa bílakjallarana, verslunarhæðina og er byrjað er að steypa veggi annarrar hæðar í austurbyggingu en einnig plötur þriðju hæðar í vesturbyggingu.

Mynd: Ístak.is

Byggingin er staðsteypt en að hluta til er notast við “Peikko” stálbita og holplötur.

Ístak er nú búið með 60% af samningnum og eru helstu magntölur (miðast við framvindureikning fyrir júní mánuð):

Steypa, búið 6.900 m3 af 12.700 m3
Mót, búið 20.000 m2 af 52.000 m2
Holplötur, búið 3.500 m2 af 6.300 m2
Steypustyrktarstál, búið ca 1.100 tonn, samningsmagn er búið en reiknað er með að magn fari ca 50% fram úr áætlun.

Magn samning er ca 1050tonn.

Milli 90 og 100 manns vinna við verkið. Unnið er eftir vaktaplani þ.a. ekki eru allir á staðnum í einu. Smiðir, kranamenn og verkamenn sem eru beint á vegum Ístaks, ca 70 manns. Einnig er Ístak með undirverktaka í járnabendingu, ca 15 manns og á bilinu 2-4 múrara ásamt nokkrum öðrum undirverktökum að ótöldum verkstjórum og tæknimönnum, ca 6 manns.

Heimild: Istak.is