Home Fréttir Í fréttum Stækkun flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli

Stækkun flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli

369
0
Nýr farþegagangur

Ístak hefur nýlokið framkvæmdum við stækkun flugstöðvar byggingar á Keflavíkurflugvelli fyrir Isavia.

<>

Verkefnið fólst í stækkun landamærasalar og fríhafnarsvæðis fyrir farþega sem ferðast utan Schengen landamæranna.

Viðbygging í vinnslu

Einnig stækkun og breikkun á landgangssvæði milli suður- og norðurbyggingar flugstöðvar. Alls eru þetta um 7.000 m2 í nýbyggingum auk töluverðrar endurnýjunar á eldra húsnæði.

Verkið var flókið þar sem rífa þurfti eldri landgang innan frá eftir að nýr landgangur var byggður utan um eldri landgang og jafnframt sjá til þess að starfsemi flugstöðvarinnar raskaðist ekki meðan á framkvæmdum stóð.

Eldri farþegagangur rifinn

Ístak sá um að reisa bygginguna sem var með burðarvirki úr stáli, með steyptum holplötum og útveggir að mestu glerhjúpur.

Þá sá Ístak einnig um alla trémíði innanhúss og hafði umsjá með pípulögnum, loftræsi- og raflögnum ásamt múrverki, málun og stálsmíði innanhúss í stýriverktöku.

Framkvæmdir hófust í janúar 2016 og var að fullu lokið fyrri hluta árs 2018, en byggingarhlutum var skilað til Isavia í áföngum eftir því sem leið á verktímann, en flugstöðin var þó í fullum rekstri allan tímann sem verkið stóð yfir.

Heimild: Istak.is