Skortur á húsnæði á Bíldudal
Nýjasta íbúðarhús Bíldudals er átta íbúða einingahús fyrir starfsfólk Íslenska kalkþörungafélagsins. „Það er ekkert til leigu. Það er skortur, hér er mikil þennsla. hér er bjart hér er nóg að gera. Og við bara tókum stökkið,“ segir Einar Sveinn Ólafsson, nýfjárfestingastjóri Marigot sem á kalkþörgunaverksmiðjuna á Bíldudal.
Hvort kemur á undan húsnæðið eða starfsfólkið?
„Við getum ekki fengið starfsfólk ef það getur ekki fengið húsnæði, hvort kemur á undan hænan eða eggið, en við erum búin að vera hér í tíu ár með rekstur og þetta er okkar leið útúr þeim þrengingum,“ segir Einar Sveinn.
Næstyngsta íbúðahúsið frá 1989
Þar sem byggingarkostnaður er mun meiri en fasteignaverð hafa einstaklingar ekki lagt í byggingarframkvæmdir árum saman. Næstyngsta íbúðarhúsið á Bíldudal parhús frá 1989.
Fimm mánuðir frá samningsundirritun
Hugmyndin að húsi Kalkþörungafélagsins kom upp fyrir ári síðan. Skrifað var undir samning í janúar og það kom með skipi frá Eistlandi í síðustu viku. „Byrjuðum á að setja neðri hæðina, bara eins og að raða legó, svo kom efri hæðin ofaná.“ Hvað kostaði þetta? „Þetta kostar eins og raðhúsíbúð upp á Vatnsenda í Reykjavík. 100-120 milljónir. Með öllu, með innbúi og öllu, “ segir Einar Sveinn.
Þarf ekki mikið
Malvina er ein þeirra sem flytur inn í húsið, hingað til hefur hún búið þröngt í gömlu húsi í eigu Kalkþörungaverksmiðjunnar. Henni líst vel á íbúðina þar sem hún ætlar búa ásamt kærasta sínum. „ Ég þarf bara eldhús, svefnaðstöðu og stað til að verja tíma mínum. – Og næði.“
„Ég vonast til að þetta opni sýn að það er hægt að leysa vandann á skamman hátt fyrir lítinn tilkostnað. Og vona að aðrir fylgi í kjölfarið.“
Heimild: Ruv.is