Home Fréttir Í fréttum Pétur, eigandi Eyktar, stór­eykur hlut sinn í Steypu­stöðinni

Pétur, eigandi Eyktar, stór­eykur hlut sinn í Steypu­stöðinni

1126
0
Steypustöðin hefur starfsemi á Malarhöfða. Mynd/Google Street View

Pétur Guðmundsson, eigandi Eyktar, hefur keypt 40% í Steypustöðinni en hann átti helmingshlut fyrir.

<>

Samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína yfir kaup L1041 ehf., sem er félag Péturs Guðmundssonar, á 40% eignarhlut í ST eignarhaldsfélagi ehf.

L1041 er núverandi eigandi að 50% eignarhlut í ST eignarhaldsfélagi en það félag á 100% eignarhlut í Steypustöðinni ehf.

Þetta kemur fram í frétt á vef Samkeppniseftirlitsins. Þar segir að enginn eiginlegur rekstur sé í L1041. Eini tilgangur félagsins sé starfsemi eignarhaldsfélags og fjárfestingar í hlutabréfum.

L1041 er í eigu Mókolls ehf. sem er jafnframt móðurfélag byggingarfyrirtækisins Eyktar. Pétur Guðmundsson er eini eigandi Mókolls, Eyktar og L1041.

Hinn 50% eigandi ST eignarhaldsfélags er Bósi ehf. sem er í eigu Ellerts Alexanderssonar, Alexanders Ólafssonar og Ólafs Sveinssonar. Með samrunanum verður sú breyting á að L1041 fer með 90% eignarhlut í ST eignarhaldsfélagi og Bósi fer með 10% eignarhlut.

Meginstarfsemi Steypustöðvarinnar er framleiðsla á blautsteypu en auk þess framleiðir fyrirtækið hellur og rekur múrverslun á Malarhöfða.

Rannsókn Samkeppniseftirlitsins leiddi í ljós að samkeppni er ekki að raskast með umtalsverðum hætti og hvorki er markaðsráðandi staða að myndast né slík staða að styrkjast. Að undangenginni rannsókn er það niðurstaða eftirlitsins að ekki sé ástæða til að aðhafast vegna þessa samruna.

Heimild: Frettabladid.is