Home Fréttir Í fréttum Bragi Guðmundsson ehf byggir 24 íbúðir í Garði

Bragi Guðmundsson ehf byggir 24 íbúðir í Garði

402
0

Byggingaverktakinn Bragi Guðmundsson ehf hefur sótt um allar lóðirnar við Báruklöpp í Garði undir byggingu 12 íbúða í raðhúsum og 12 íbúða í parhúsum.
Jafnframt fellur fyrirtækið frá fyrri umsókn um lóðir við Fjöruklöpp.

<>

Samþykkt var á síðasta fundi skipulags- og byggingarnefndar Garðs að leggja til við bæjarráð að umsækjanda verði úthlutað lóðum númer 1-31 við Báruklöpp. Lóðirnar við Báruklöpp verða þó líklega ekki byggingarhæfar fyrr en seinni hluta ársins 2018, segir í gögnum nefndarinnar.

Heimild: Vf.is