Hefja á lagningu ljósleiðara milli Kleppjárnsreykja og Húsafells eftir rúman mánuð. Framkvæmdin er á vegum bræðranna sem reka ferðaþjónustu í Húsafelli.
Vilja þeir samstarf við Borgarbyggð vegna málsins.
„Í síðari áfanga munum við tengja Hvítársíðu, Reykholtsdal að sunnanverðu og sunnanverða Hálsasveit,“ skrifa bræðurnir í bréfi þar sem óskað er eftir formlegum viðræðum við Borgarbyggð um yfirfærslu styrkja Fjarskiptasjóðs yfir á verkefnið og kostnaðarhlutdeild Borgarbyggðar. Innan kerfisins verði 130 staðir sem eigi tilkall til styrks úr Fjarskiptasjóði.
Heimild: Visir.is