Home Fréttir Í fréttum Byko dæmt til að greiða 400 milljónir í sekt

Byko dæmt til að greiða 400 milljónir í sekt

288
0
Mynd: RÚV
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Byko til að greiða 400 milljónir í sekt vegna brota fyrirtækisins á samkeppnislögum og EES-samninginum. Héraðsdómur hækkaði þar með sekt sem áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði lagt um 335 milljónir.

Greint er frá dóminum í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu en hann hefur ekki verið birtur á vef dómstólsins. Þar er enn fremur vitnað til niðurstöðu dómsins sem telur að sekt áfrýjunarnefndarinnar hafi verið of lág. Brotin hafi verið framin í þeim tilgangi að styrkja stöðuna á kostnað neytenda.

<>

Samkeppniseftirlitið sektaði Norvik, móðurfélag Byko, um 650 milljónir fyrir tveimur árum vegna ólögmæts samráðs við gömlu Húsasmiðjuna. Eftirlitið taldi að brotin hefðu verið mjög alvarleg og framin af ásetningi. Þau hefðu verið til þess fallin að valda húsbyggjendum og almenningi umtalsverðu tjóni.

Norvik ákvað að skjóta sektinni til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og hún ákvað að lækka sektina um 585 milljónir þar sem hún hefði verið úr hófi fram há.  Nefndin taldi Samkeppniseftirlitið hafa dregið of víðtækar ályktanir miðað við það sem gögn málsins gæfu til kynna um umfang samráðsins og huglæga afstöðu starfsmanna Byko. Brot fyrirtækisins hefðu ekki verið jafn umfangsmikil, alvarleg og kerfisbundin eins og Samkeppniseftirlitið legði til grundvallar.

Samkeppniseftirlitið skaut þeirri ákvörðun til dómstóla og krafðist þess að sektin yrði hækkuð og á það féllst héraðsdómur sem telur að Byko hafi verið brotið gegn mikilvægum hagsmunum þorra almennings.

Heimild: Ruv.is