Home Fréttir Í fréttum Nýr miðbær Selfoss í íbúakosningu

Nýr miðbær Selfoss í íbúakosningu

218
0
Skiptar skoðanir eru um nýjan miðbæ Selfoss. Mynd: Batteríið

Bæjarstjórn Árborgar hefur samþykkt að efna til íbúakosninga um aðal- og deiliskipulag Selfoss. Kosningin verður rafræn og mun standa yfir í viku. Stefnt er á að kosningin hefjist sem allra fyrst.

<>

Bæjarráði Árborgar hefur verið falið að auglýsa kosninguna. Allir íbúar sveitarfélagsins frá 16 ára aldri hafa atkvæðisrétt í kosningunum.

Hart hefur verið tekist á um miðbæjarskipulag Selfossbæjar og eru skiptar skoðanir um fyrirhugaðar hugmyndir um uppbyggingu þar. Safnað var undirskriftum 1.928 einstaklinga í Árborg til að knýja fram íbúakosningu. Þetta eru um 29,4 prósent íbúa sveitarfélagsins.

„Nú hafa íbúar sveitarfélagsins gripið inn í málið og knúið meirihluta bæjarstjórnar til þess að hlusta á kröfur íbúa og heimila almenningi að segja sína skoðun á lýðræðislegan hátt,“ segir í bókun bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar. „Það er sigur fyrir íbúalýðræðið.“ Í kosningaumfjöllun Fréttablaðsins um Árborg kom bersýnilega fram að miðbæjarskipulagið á Selfossi og fráveitumál eru þau málefni sem frambjóðendurnir töldu að yrðu helst í brennidepli í aðdraganda kosninganna sem fram fara þann 26. maí næstkomandi.

Heimild: visir.is