Félagsstofnun stúdenta og Bjarg íbúðafélag fengu lóðarvilyrði til að byggja 260 leiguíbúðir fyrir stúdenta og félagsmenn verkalýðshreyfingarinnar við Skerjafjörð.
élagsstofnun stúdenta og Bjarg íbúðafélag hafa fengið lóðarvilyrði til að byggja 260 leiguíbúðir fyrir stúdenta og félagsmenn verkalýðshreyfingarinnar í Skerjabyggð við Skerjafjörð. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Guðrún Björnsdóttir framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta og Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ skrifuðu undir samkomulög þess efnis í dag.
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að Bjarg fái með undirrituninni vilyrði fyrir lóð undir 100 íbúðir og Félagsstofnun stúdenta undir 160 íbúðir. Vilyrðið byggir á samningi milli Reykjavíkurborgar, Félagsstofnunar stúdenta og Háskóla Íslands um að útvega 250 nemendaíbúðir á öðrum þéttingarreitum nálægt miðborg utan við háskólasvæðið.
Með lögum 52/2016 um almennar íbúðir var ákveðið að sveitarfélög og ríki gætu komið að fjármögnun íbúða á leigumarkaði með framlögum til sjálfseignastofnana eða lögaðila sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, sbr. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir. Félagsstofnun stúdenta er slík sjálfseignarstofnun.
Bjarg íbúðafélag hefur þegar hafist handa við byggingu 155 íbúða við Móaveg í Grafarvogi, 83 íbúðir við Urðarbrunn í Úlfarsárdal og 80 íbúðir við Kirkjusand. Félagsstofnun stúdenta byggir nú 244 stúdentaíbúðir við Sæmundargötu á lóð Vísindagarða sem munu verða stærstu stúdentagarðar landsins. Alls hafa verið samþykkt áform fyrir um 1.340 stúdentaíbúðir.
Heimild: Vb.is