Home Fréttir Í fréttum Fá lóðir undir 260 íbúðir í Skerjafirði

Fá lóðir undir 260 íbúðir í Skerjafirði

425
0
Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri FS, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Mynd: Reykjavíkurborg

Félagsstofnun stúdenta og Bjarg íbúðafélag fengu lóðarvilyrði til að byggja 260 leiguíbúðir fyrir stúdenta og félagsmenn verkalýðshreyfingarinnar við Skerjafjörð.

<>

élagsstofnun stúdenta og Bjarg íbúðafélag hafa fengið lóðarvilyrði til að byggja 260 leiguíbúðir fyrir stúdenta og félagsmenn verkalýðshreyfingarinnar í Skerjabyggð við Skerjafjörð. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Guðrún Björnsdóttir framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta og Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ skrifuðu undir samkomulög þess efnis í dag.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að Bjarg fái með undirrituninni vilyrði fyrir lóð undir 100 íbúðir og Félagsstofnun stúdenta undir 160 íbúðir. Vilyrðið byggir á samningi milli Reykjavíkurborgar, Félagsstofnunar stúdenta og Háskóla Íslands um að útvega 250 nemendaíbúðir á öðrum þéttingarreitum nálægt miðborg utan við háskólasvæðið.

Með lögum 52/2016 um almennar íbúðir var ákveðið að sveitarfélög og ríki gætu komið að fjármögnun íbúða á leigumarkaði með framlögum til sjálfseignastofnana eða lögaðila sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, sbr. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir. Félagsstofnun stúdenta er slík sjálfseignarstofnun.

Bjarg íbúðafélag hefur þegar hafist handa við byggingu 155 íbúða við Móaveg í Grafarvogi, 83 íbúðir við Urðarbrunn í Úlfarsárdal og 80 íbúðir við Kirkjusand. Félagsstofnun stúdenta byggir nú 244 stúdentaíbúðir við Sæmundargötu á lóð Vísindagarða sem munu verða stærstu stúdentagarðar landsins. Alls hafa verið samþykkt áform fyrir um 1.340 stúdentaíbúðir.

Heimild: Vb.is