Home Fréttir Í fréttum Stefna á að opna Hótel Reykjavík sumarið 2020

Stefna á að opna Hótel Reykjavík sumarið 2020

239
0
Tölvuteikning af Hótel Reykjavík. Mynd: Íslandshótel

Nú styttist í að uppbygging á fjögurra stjörnu hóteli hefjist við Lækjargötu. Stjórnarformaður Íslandshótela hf, Ólafur D. Torfason, hefur undirritað samning við TVT – Traust Verktak um byggingastjórn á reitnum en þetta verður fimmta hótelið sem TVT ehf. reisir fyrir Íslandshótel hf.

<>

Á reitnum, þar sem hús Íslandsbanka var til margra ára, mun rísa 125 herbergja hótel auk veitingastaðar og verður allur aðbúnaður fyrsta flokks að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslandshótelum.

„Fullt tillit hefur verið tekið til staðsetningar og umhverfis í öllu ferlinu. Þess má geta að fornleifarannsóknir á vegum Minjastofnunar Íslands og Fornleifastofnunar Íslands hafa leitt í ljós mannvirki frá 10. öld en talið var í fyrstu að eingöngu væri að finna þarna minjar frá 18. og 19. öld.

Gestir hótelsins munu því geta skyggnst inn í fortíðina á meðan á dvöl þeirra stendur en Íslandshótel hefur um langt skeið átt í góðu samstarfi við Minjastofnun Íslands og Borgarsögusafn tengt öðrum hótelum innan keðjunnar.“

Áætlað er að framkvæmdir við uppsteypu hefjist í sumar og að framkvæmdum verði lokið um mitt ár 2020. Íslandshótel á og rekur í dag 18 hótel og fasteignir hringinn í kringum landið og er ein af stærstu hótelkeðjum landsins.

Heimild: Visir.is