Home Fréttir Í fréttum Vinna við íbúðakjarna að hefjast í Hafnarfirði

Vinna við íbúðakjarna að hefjast í Hafnarfirði

296
0
Hafnarfjörður

Hafnarfjarðarbær, fyrir hönd Arnarhrauns 50 íbúðafélags hses auglýsir í næstu viku eftir í hönnun og byggingu sambýlis við Arnarhraun 50 í Hafnarfirði samkvæmt alútboðsgögnum. Þar er um að ræða sex sérbýli í íbúðakjarna sem samtals telur um 351 fermetra. Nú þegar liggja fyrir drög að aðalteikningum sem verkkaupi hefur ákveðið að byggja eftir og skulu bjóðendur taka mið af því í tilboði sínu.

<>

 

Undirbúningur að íbúðakjarnanum hefur staðið yfir á þessu kjörtímabili og er markmiðið að hann uppfylli þarfir einstaklinga með fötlun.  Arnarhraun 50 er gróinn og fallegur staður í hjarta Hafnarfirði steinsnar frá allri þjónustu og lífsægðum sem Hafnarfjörður hefur uppá á bjóða.  Miklar væntingar fylgja verkefninu en fyrstu íbúar kjarnans munu geta flutt þar inn haustið 2019.

 

Þeir sem óska eftir að fá send alútboðsgögn skulu senda beiðni um það á netfangið stefan@vsb.is. Tilboð verða opnuð hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu bæjarins að Norðurhellu 2, þriðjudaginn 29. maí 2018, kl. 11.00.

Heimild: Hafnarfjordur.is